Articles:upprifjun


upprifjun

stundum þegar ég rifja upp
rifja ég upp til þín og nem staðar
ég þarf að gera það
því það sem ég er byrjaði með þér
nema eins og ég vildi
það er svo langt síðan
ég veit
en ég gleymi þér ekki
(ég get það ekki
ég gæti það aldrei)
og stundum þegar ég fer þangað
fer ég þangað til þess eins að leita að þér
þú ert löngu farinn
ég veit
en ég leita samt