Articles:steinsofnaður/leiðvakandi

steinsofnaður/leiðvakandi

fyrir mér vorum við tvö nefnilega rétt áðan að horfa á blóðrauðan himininn
við brostum bara, þess vegna er ég vakandi núna
niðamyrkur og þú löngu sofnaður
ekkert að sjá, er það nokkuð?
glaðvakandi sannfærði ég augnlokin um að þau þyrftu ekki að breiða sér yfir allt, ekki strax
kannski var ég þá að vonast til þess að þú gætir opnað þín aftur líka
vá, það stingur mig að vaka ein fram eftir
við, sem hefðum getað talað um það sem gerðist þarna(var það þá ekkert?)
ég veit að þú ert steinsofnaður
ég veit að ekkert aftrar þér
segðu það bara:
„við vorum tvö glaðvakandi rétt áðan. þú ert ein leiðvakandi núna (bara ein leið vakandi núna).
góða nótt.“