Articles:löngun

löngun

mig er farið að lengja eftir þér
og öllu því sem þú hugsar en þorir ekki að segja upphátt
ég veit ég myndi hlusta á hvert orð af athygli
myndi virða þau öll þótt engin þeirra væru falleg
því þau kæmu frá þér en ekki einhverjum öðrum
myndi gera ýmislegt til þess að heyra í þér þegar enginn annar vill hlusta
(þegja yfir leyndarmálum þínum)
því ef þú vissir það ekki sakna ég þín
(áður en þú kveður)
hugsa um hvað ég eigi að segja þér
(áður en þú heilsar)