Articles:instant

instant

það situr maður við hliðina á mér
hann á eflaust heima í heitasta bæ þýskalands, ihringen,
rétt hjá mér
hann er að borða epli
vá hvað hann borðar það skringilega
og missir endurtekið munnbita á pólóbolinn sinn
ég er með garnagaul því ég gat ekki borðað áður en ég dreif mig í lestina
en þessi maður dæmir mig ekki
og horfir á símann minn
núna
æ