Articles:afi

Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 11:06 eftir Imba (Spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 11:06 eftir Imba (Spjall | framlög) (Ný síða: {{lowercase title}} {{poem| '''afi''' {{part| {{line|fyrir nokkrum vikum síðan}} {{line|þá birtistu mér í draumi}} {{line|þú sagðir: „minning mín er blessun í lífi ykk...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)


afi

fyrir nokkrum vikum síðan
þá birtistu mér í draumi
þú sagðir: „minning mín er blessun í lífi ykkar“
ég vissi samstundis að ég væri stödd í draumi,
því þú hefðir svo sannarlega aldrei sagt neitt svona lagað
þú hefðir heldur glott heima í lazy boy stólnum þínum og spurt:
„ertu komin með nýjan? og er hann sætur?“
hefðir heldur staðið upp og kallað:
„fáðu þér fiskibollur! það er til kaffi og kaka líka!“
hefðir heldur öskrað í umferðinni,
keyrandi hægar en ég í fyrsta ökutímanum:
„farðu til fjandans, helvítið þitt!“
en þú hefðir líka brosað svo fallega þegar barn kæmi inn um dyrnar
og þannig lét ég þig brosa í nokkrar mínútur
alveg þangað til ég neyddist til þess að vakna
með tárin í augunum
með þig í huganum