Articles:grip


grip

það er svo hljótt
en samt mannmergð
verðirnir hringsóla um mig
og sjá mig aldrei
ég er ósýnileg
og berst um í tóminu
en vá
það væri svo margt sem þið gætuð skammað mig fyrir
ég lofa;
að hafa ekki lært,
að vera með bjór,
að lesa íslenska bók,
að vilja fara héðan,
en geta það ekki,
því hún er föst í meintum draumi
föst á milli svefns og vöku
já! hvort er þetta draumur eða martröð?
þegar á honum stendur gerir hún engan greinarmun
tekin föst en stendur á sama
manneskjur úr fortíðinni sem ofsækja hana hvert sem hún fer
og núna er hún sú gráðuga, vill alltaf meira en óttast það
að grípa í tómt