Articles:frostið þýðir ekkert


frostið þýðir ekkert

ég gleymi því aldrei
hvernig við kynntumst
það var ekki einu sinni vor
og ég bjóst ekki við því að sólin þyrði að brosa í áttina til mín
en hún gerði það samt
(áður fyrr hefði hún skilið mig eftir úti í kuldanum og ég hefði ekki skilið hvers vegna svo margir væru úti kærulausir á stuttermabolnum)
þú veist að frostið þíðir ekkert
en sólin
hún gerir það
hún gerir það alltaf
og ég gleymdi því svo lengi
en ég gleymi því aldrei lengur
ekki síðan ég kynntist þér