Articles:eignarfall

eignarfall

það er skrítið að verða skotin,
og falla
síðan á dúnmjúka sæng sem umlykur þig
vona að hann hjálpi þér upp
en þú veist
að þér ber engin skylda til þess að rísa á fætur
það er ekki einu sinni á dagskrá