Articles:bjart

bjart

það getur vel verið að engar stjörnur hafi verið sýnilegar
þegar við lágum þarna saman og horfðum upp
en mér er alveg sama
því ég hef aldrei séð þær fleiri á ævinni
ég hafði horft til þeirra áður
þegar mér var sagt að þær væru einstakar
og svo mikilfenglegar
en þá átti ég það frekar til að loka augunum og sofna