Articles:bananar, jarðarber og ég

bananar, jarðarber og ég

ég horfði á gómsæt og girnileg jarðarber mygla inni hjá mér um daginn
þetta gerðist svo hægt en svo örugglega
þau eru skammarlega lík mér
og við munum bæði breytast í mold fljótlega
því í gærkvöldi fann ég fyrir stöðnun í fyrsta skipti
ég var eins og sandstytta í lygnri eyðimörk þar sem ekkert breyttist nema lítillega
og fyrir nokkrum dögum horfði ég á þetta gerast
eins og banananna sem dökknuðu og dökknuðu og dökknuðu
ég ætlaði mér að borða þá
eða baka bananabrauð
en það getur verið banvænt að bíða of lengi
og það smitar út frá sér
eins og dropi af matarlit sem gegnsýrir alla fljótandi óvissu í sínu nánasta umhverfi