Articles:það eru þessar agnir

það eru þessar agnir

það eru þessar agnir í loftinu sem ég bara sé ekki
og það er ekki því ég gleymi stundum gleraugunum heima
mér er sagt að þær stjórni öllu því sem ég skil ekki
þegar mér fannst ég vera að drukkna
þá gripu þessar agnir í taumana
og tjáðu mér að ég yrði bráðum eins og þær hvort sem er
og stjórni öllu því sem aðrir skilja ekki