Articles:útsjónarsemi

útsjónarsemi

ég veit ekki af hverju rimlagardínur heita Jalousie á þýsku
(þetta orð mun alltaf þýða eitthvað annað fyrir mér)
túlkun mín stemmir heldur ekki þegar ég sé ykkur tvö saman
eins og þessar tilfinningar sem fylgja með og freyða út um allt
upp úr glasinu,
út af borðinu,
yfir allt gólfið,
og fingurgómar mínir voru aldrei til þess gerðir að njóta áferðarinnar
ég veit ekki hvernig eða hvenær þessi froða fór út af sporinu
get aldrei náð utan um hana
ekki frekar en þessar rimlagardínur í húsinu sem bara safna á sig ryki og blinda mig fyrir öðrum heimi
ekki frekar en þessa froðu sem hverfur um leið og ég kem auga á hana