Articles:eftir fyrsta bitann

eftir fyrsta bitann

þessi góða tilfinning sem umvefur þig þegar ekkert annað dugar
minningarnar sem halda sjarma sínum sama hvað
og þær verða aldrei eins og þessi bros sem fölna á nokkrum sekúndum
eða máltíð sem missir bragðið
eftir fyrsta bitann
þetta er örugglega gæfan sem allir þykjast þekkja
þetta bara hlýtur að vera hún að glotta og kyssa þig á kinnina
þetta bara hlýtur að vera hún í líki stjarna sem þú getur séð þótt það sé skjannabjart úti og allir geti séð ójöfnurnar á húðinni þinni
ó, hve lengi ég hef beðið þín