Articles:allt fínt, en þú?

Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 11:00 eftir Imba (Spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 11:00 eftir Imba (Spjall | framlög) (Ný síða: {{lowercase title}} {{poem| '''„allt fínt, en þú?”''' {{part| {{line|ég geri allt sem í valdi mínu stendur til þess að koma upp orði þegar þú talar við mig }} {{line|...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

„allt fínt, en þú?”

ég geri allt sem í valdi mínu stendur til þess að koma upp orði þegar þú talar við mig
en þegar ég er í kringum þig líður mér eins og ég sé á toppi everests án súrefniskúts
ekkert hægt að segja nema:
„ég þarf svo sem ekki súrefni ef ég hef þetta útsýni, því héðan liggur leiðin bara niður á við hvort sem er.”
þú býst samt ekki við þessu
þú býst við „allt fínt, en þú?”
er það ekki?