Articles:afturbeygt

Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 10:59 eftir Imba (Spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 10:59 eftir Imba (Spjall | framlög) (Ný síða: {{lowercase title}} {{poem| '''afturbeygt''' {{part| {{line|hvernig ætli það sé}} {{line|að vilja ekki breyta sér?}} {{line|að vilja ekki skammast sín?}} {{line|að loka augun...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

afturbeygt

hvernig ætli það sé
að vilja ekki breyta sér?
að vilja ekki skammast sín?
að loka augunum þegar ímynduð augnaráð gefa í skyn að þú þurfir að létta þig?
(því eins og allir hljóta að vita þarft þú alltaf að létta þig)
hvernig ætli það sé
að skemmta sér?
að njóta sín?
að elska sig?