Articles:á förnum vegi

Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 11:09 eftir Imba (Spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 11:09 eftir Imba (Spjall | framlög) (Ný síða: {{poem| '''á förnum vegi''' {{part| {{line|okkar vegur er farinn}} {{line|hann fór fyrir löngu}} {{line|en við og við hugsa ég til hans með hlýju}} {{line|því á köldum v...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

á förnum vegi

okkar vegur er farinn
hann fór fyrir löngu
en við og við hugsa ég til hans með hlýju
því á köldum vetrarkvöldum var hann stundum upphitaður eins og baðherbergisgólfið heima
ég gat meira að segja litið upp í spegilinn og komið auga á sjálfa mig í líki ástfangins manns
okkar spegill er brotinn
hann splundraðist fyrir löngu
og þess vegna undra ég mig enn á því að ég vilji rekast á þig aftur
til þess eins að við gætum heilsast í hlutverkum vina á förnum vegi
þegar við vorum aldrei neinir sérstakir vinir
heldur alltaf eitthvað annað