Articles:píanóið og ég

Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 10:59 eftir Imba (Spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2020 kl. 10:59 eftir Imba (Spjall | framlög) (Ný síða: {{lowercase title}} {{poem| '''píanóið og ég''' {{part| {{line|píanóið og ég erum eitt}} {{line| dönsum saman í fullkomnu samræmi, allt eftir mínu höfði }} {{line|ef mé...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

píanóið og ég

píanóið og ég erum eitt
dönsum saman í fullkomnu samræmi, allt eftir mínu höfði
ef mér mistekst fæ ég að heyra þetta klassíska: „hvernig gastu gert mér þetta?”
segir mér að forðast röngu takkana næst, þeir gætu jú haft neikvæð áhrif á framhaldið
„lagið heldur alltaf áfram, ástin mín. við erum ekki feilnóturnar.“
að sjálfsögðu er píanóið ekki gallalaust heldur
kynþáttafordómar spila stóran þátt í uppbyggingu þess
„það skiptir máli hvernig nóturnar eru á litinn og hvar þær eiga heima.”
hvílíkt virðingarleysi
en ég lifi með því
lifi fyrir það
því besta ástin er sú sem maður vill brjálast yfir
brjálast fyrir
og við elskum hvort annað
við erum eitt